Fćrsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Til hamingju

Ţessi ofurkrúttstrákur átti afmćli í gćr, og ţrátt fyrir lasarus var víst haldin vegleg veisla í CPH honum til heiđurs, enda stórafmćli hér á ferđ. Ég mun aldrei gleyma 28.11.2005, á bókasafni Ateneu í BCN, á langa borđinu lengst frá glugganum, ađ hamast í mastersritgerđinni (2 dagar í skil), nett nervös, mamma í heimsókn og pabbi alveg ađ standa sig í sms sendingum frá Íslandi međ fréttir. Ég man líka ađ í einhverju tileinkunnarkasti var ég ţess fullviss ađ dagsetningin vćri mér til heiđurs Whistling

 En sem sagt, til hamingju međ daginn ţinn Skarphéđinn! Húrra fyrir ţér!

 

Skarphéđinn Árni ofur flottur

Jón flottur, ađ vanda

Ţađ er ekki ađ spyrja ađ honum Jóni Sigurđi Eyjólfssyni! Mćttur međ Strengjađ vegabréf í spćnskt útvarp! Viđ Jón vorum á sama tíma í mannfrćđináminu, og fórum á sama tíma sem Erasmus nemar til Barcelona. Ţađ var ekki slćmt ađ hafa Jón sem félaga ţarna úti! Mér er sérstaklega minnisstćđir langir hádegisverđir í mötuneyti heimspekideildar UAB, ţar sem gítarinn var tekinn upp og samin lög viđ ljóđ Leon, félaga okkar frá einmitt Nicaragua sem setti saman alveg hreint svakalega texta. Jón hafđi einnig grafiđ upp einhvern kennara sem hafđi sérstakan áhuga á íslensku og var međ hann í léttri kennslu. Ţá voru ţau ekki slćm matarbođin ţar sem galdrađir voru fram grískir réttir og rćtt var um Bíldudal og Bubba (ţemu sem bćđi virđast einnig rata inn í útvarpsţáttinn Cool).

Ţađ var óvćnt ánćgja ađ rekast á ţessa frétt í Fréttablađinu, sérstaklega gaman ađ lesa ađ Jón sé kominn út til Ölmu sinnar og Strengjađ vegabréf Jóns er án nokkurs vafa ţáttur sem mér finnst afar leitt ađ missa af!

Jón


Heim fyrir jólin

I'll be home for Christmas,Kongurinn kemur heim um jólin
You can count on me.
Please have snow and mistletoe
And presents under the tree.

 

Já, ţetta međ mistilteininn er nú svo sem ekki nauđsynlegt. En ég er sem sagt komin međ flugmiđana í hendurnar og fátt sem mun geta stađiđ í vegi fyrir ţví ađ ég komi heim um jólin. Ég lendi ofurhress, vćntanlega, í morgunsáriđ ţann 16. desember & yfirgef svo landiđ einhverjum 23 dögum seinna. Jólin eru yndislegur tími, sérstaklega vegna gćđasamveru vina og fjölskyldu. Ég hlakka til ađ hitta ykkur öll!

Ég hef alltaf veriđ fylgjandi ţví ađ hleypa jólunum samt  inn í samfélagiđ eđa rútínu hjá mér ekki mikiđ fyrr en svona upp úr desember, og ţá ađ taka undirbúninginn og stemninguna međ trompi. Ţađ verđur ţó ađ viđurkennast ađ í ár eyđi ég óeđlilega miklum tíma í ađ hugsa um ţessa heimferđ og jólin. En er ţađ ekki alveg löglegt bara? Halo

Annars ađstođar ţađ töluvert ađ ţađ er allt á fullu í vinnunni & rauđa plastdótiđ sem búiđ er ađ hengja hér út um allt & 30 stiga hitinn ýtir ekkert sérstaklega undir jólaskapiđ. Svo ég nć eitthvađ ađ hemja jólagleđina held ég, en ţegar viđ siglum inn í desember mun ekkert stoppa mig!

fúm fúm fúm


 

Harpa Elín
Harpa Elín
harpaelin@gmail.com
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 450

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband