Heim fyrir jólin

I'll be home for Christmas,Kongurinn kemur heim um jólin
You can count on me.
Please have snow and mistletoe
And presents under the tree.

 

Já, þetta með mistilteininn er nú svo sem ekki nauðsynlegt. En ég er sem sagt komin með flugmiðana í hendurnar og fátt sem mun geta staðið í vegi fyrir því að ég komi heim um jólin. Ég lendi ofurhress, væntanlega, í morgunsárið þann 16. desember & yfirgef svo landið einhverjum 23 dögum seinna. Jólin eru yndislegur tími, sérstaklega vegna gæðasamveru vina og fjölskyldu. Ég hlakka til að hitta ykkur öll!

Ég hef alltaf verið fylgjandi því að hleypa jólunum samt  inn í samfélagið eða rútínu hjá mér ekki mikið fyrr en svona upp úr desember, og þá að taka undirbúninginn og stemninguna með trompi. Það verður þó að viðurkennast að í ár eyði ég óeðlilega miklum tíma í að hugsa um þessa heimferð og jólin. En er það ekki alveg löglegt bara? Halo

Annars aðstoðar það töluvert að það er allt á fullu í vinnunni & rauða plastdótið sem búið er að hengja hér út um allt & 30 stiga hitinn ýtir ekkert sérstaklega undir jólaskapið. Svo ég næ eitthvað að hemja jólagleðina held ég, en þegar við siglum inn í desember mun ekkert stoppa mig!

fúm fúm fúm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Harpa!

Æðislegt að þú kemur heim um jólin :) við krakkarnir ætlum einmitt að eyða jólunum hjá mömmu svo að vonandi hittumst við eitthvað :) vonandi þarf ég samt ekki á pabba þínum eða mömmu að halda eins og alltaf þegar ég kem í Víkina :S alveg komið nóg af veikindaveseni! Svo langar mig bara að óska þér til hamingju með hana mömmu þína, stórglæsileg eins og alltaf, hefði svo sannarlega viljað sjá hana á þingi! Hlakka til að sjá þig um jólin og skemmti mér konunglega að skoða myndirnar af þessum framandi slóðum :)

Kossar og knús af kalda skerinu. Sigrún Dóra

Sigrún Dóra (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 21:14

2 Smámynd: Harpa Elín

Hey Sigrún!  Gaman að fá þig í heimsókn ... sérstaklega þegar það er nú ekki við því að búast að nokkur hræða villist hingað inn eftir laaaaaangt hlé . Ég held að það sé ekki nokkur spurning með hitting um jólin, en já þá helst ekki á heilsugæslustöðinni  !

Harpa Elín, 15.11.2006 kl. 13:53

3 identicon

Komdu sæl sæta. Þegar er skrifað þá er sko skrifað! Vá. Það hefur losnað um stífluna :o) Annars heimta ég hitting í jólafríinu! Allt of langt síðan síðast og það er bókstaflega nauðsynlegt fyrir þig að hitta fröken Áslaugu Lilju. Það er sko dama sem ekki má fara á mis við ;o) Bkv. úr hryssingsveðri og skítakulda, Hrefna.

Hrefna (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 17:52

4 Smámynd: Harpa Elín

Algjörlega sammála Hrefna! Ég mun ekki fara af landi brott án þess að fá eins og einn (í það minnsta) fund með háttvirtri Áslaugu Lilju!

Harpa Elín, 15.11.2006 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Harpa Elín
Harpa Elín
harpaelin@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband