ég er á leiðinni

heim

góð orð: heim, heima, heimkynni, heimferð

 kem til landsins 19/06 syndsamlega snemma að morgni til og fer ekki aftur fyrr en í lok júlí. Á þessum tíma næ ég vonandi að gera alveg ótrúlega mikið og safna himinháu magni af yndislegum minningum.

hvenær getur þú hitt mig?

(það er ef einhver les þetta enn, og ef það er einhver sem leggur það á sig að kíkja hér við þá er ekki nokkur spurning að við verðum að hittast Wink)

Ég er svo heppin að ég á gott fólk að á fjölmörgum stöðum á eyjunni ... en það verður að viðurkennast að Mýrdalurinn og Víkin eiga auðvitað sérstakan stað í hjartanu .... ekki síst eftir að hafa sungið af mikilli innlifun eftirfarandi ljóð margoft í gegnum allan barnaskólann... og allri með: 1,2,3 ...

 

 Undir sól að sjá,
 sjónartinda hörgum frá,
 jökli, sæ og söndum girta,
 sólarmegin, lítils virta
 Mýrdalssveit ég sá.

 Hennar höfuð glæst,vik
 hvítt í bláma loftsins þvæst.
 Ár og síð og alla daga,
 er hún hárið sitt að laga
 himni að hreinleik næst.

 Enga aðra veit
 yndislegri gæðasveit,
 fagurslétta, fjallaprúða,
 færða í dýrri litaskrúða,
 enga enn ég leit.

 Sveitin sárglöð á
 sína móðurhjarta þrá.
 Mýrdælingar, menn og konur,
 móðir, faðir, dóttir, sonur,
 heyrið hjarta slá. 

Bresti barnalán,
 birtu móðursveit er án.
 Byggð ef roðar bróðurandi,
 bjart er yfir þjóð  og landi,
 himni, hel og rán.

Lýsi byggð og ból
 betri daga morgunsól.
 Æskudrauma hugsjón hækki.
 Hjartans mál til valda: Stækki
 heimsins Háa-skjól.

  Stefán Hannesson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kíki alltaf reglulega við, þó svo að vonin hafi alltaf dvínað með hverjum deginum sem leið þá hafði ég alltaf trú á því að þú myndir koma sterk inn aftur! Sem og þú gerðir!;)  Njú it!

                   Mikið verður gaman að sjá þig!!

                                  Besos y "brazos" (híhí)   Maggs.

Magga sys (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 09:22

2 identicon

Ég lít líka reglulega hér inn eins og Magga systir þín en þú ert löt að blogga, mín kæra.

Við höldum svo aðalstofnfund B&B þegar þú kemur heim.

Knús, Lára Hanna

Lára Hanna (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 09:57

3 Smámynd: Harpa Elín

komid sterkar inn ... takk fyrir thad ;)

SJÁUMST :)

h.

Harpa Elín, 17.6.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Harpa Elín
Harpa Elín
harpaelin@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 405

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband