Rignir?

Yessörríbob! Heldur betur, og þar sem ég sit hér á skrifstofunni með loftkælinguna á og hlusta á regnið bylja á þakinu (og væntanlega trufla nokkuð eðlurnar sem þar hafa komið sér fyrir) þá kemur yfir mig kunnugleg tilfinning og það er eins og ég ferðist heim á Íslandið, langar bara næstum því í heitt kakó ... þangað til að ég stend upp og opna út. Samkvæmt veðurfræðingunum mínum hérna á síðunni er 1 °C og ansi hvasst heima á Íslandi en 28 °C og þrumuveður hér í Nicaragua. Klukkan er sex hér, en í eyrunum er ég með miðnæturfréttir Rásar 2.

Annars var ég ekki búin að minnast á gífurlegan dugnað minn við að húrra upp myndum á flickr myndasíðuna mína, en tilurð hennar er algjörlega í boði Valgeirs og það ber að þakka. Þessu hefur nú verið komið á framfæri (bæði dugnaðinum & þökkunum). Að öðrum upplifunum ólöstuðum þá verð ég að mæla sérstaklega með ferð okkar Charito, Ricardo og Daniel á La Flor ströndina að taka á móti um 13.000 skjaldbökum sem sóttu okkur heim og settu niður nokkur egg í sandinn, svona í leiðinni. Hér er ég að nýta hæfileika mína sem "turtle whisperer" og á í áhugaverðum samræðum við eina af þessum 13.000.

turtle whisperer

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Harpa Elín
Harpa Elín
harpaelin@gmail.com
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 1116

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband