ég um mig frá mér til mín

Thar sem ég hef verid nokkud týnd og trollum gefin umheiminum thessa sídustu mánudi þá væri það ekki vitlaust að setja vini og ættingja aðeins inn í málið (",) ... hvar er ég og hvað í ósköpunum er ég og hef ég verið að gera?? (",)  Til að gera langa sögu stutta ætla ég að taka reyna að draga þetta saman í nokkra punkta ...
  • Fyrst að grundvallaratriðunum Brosandi. Ég er stödd í Barcelona á Spáni, kom hingað fyrir ca. 1 ½ ári í þeim tilgangi að ljúka MA námi í alþjóðatengslum frá Institut Barcelona d'Estudis Internacionals IBEI (sem minnir skuggalega á e-bay, ég veit ... ég veit). Þverfaglegt nám; stjórnmálafræði, alþjóðatengsl, alþjóðalögfræði og hagfræði, en sérstök áhersla sett á þróunarhagfræði.
  • Þrátt fyrir að hafa varla litid upp úr námsbókunum þetta árid, þá einhvernvegin náði ég á yfirnáttúrulegan máta að heimsækja Sardeníu, Madrid, Brussel og Róm. Það voru allt allveg hreint frábærar ferðir.
  • Fram að sumri 2005 hafði ég Möggu systur ofurhetju og skiptinema í 2 klst. fjarlægð en hún var að AFS ævintýrast í Castellón, Spain. Thad var ekki slaemt.
  • Mastersritgerdin var svo varin í desember 2005; HIPC debt relief, the debt service burden and poverty reduction: with a special reference to Uganda's experience. Út úr thví kom bara hin ágaetasta nidurstada og þar med var gráðan komin í hús.
  • Í febrúar byrjaði ég að vinna hér í Barcelona. Vinnustaðurinn heitir því þjála nafni Global Univeristy Network for Innovation, eða GUNI. Þetta er net stofnanna tengdum háskólamenntun, stofnað af UNESCO, UNU og Tækniháskólanum í Katalóníu í kjölfar ráðstefnu um mikilvægi háskólastigsins í velferð landa. Ráðstefnan var haldin 1998, en virkilegur lífi var ekki blásið í GUNI fyrr en fyrir um 4 árum. Nú erum við um 10 manns sem vinnum að hinum ýmsu verkefnum. Stærsta verkefnið er árleg skýrsla um eitthvert efni tengt háskólastiginu, þar sem skrifa hinir og þessir snillingarnir um ástand mála á heimsvísu og svo eftir svæðum. Ég er svo að vinna í þriðja kafla skýrslunnar; "stakeholders view" sem fæst úr niðurstöðu Delphi könnunnar sem send var út um allan heim og ca. 100 manns hafa svarað. Skýrslan er svo kynnt á ráðstefnu í lok nóvember, sem er öllum opin ... svo ef þið viljið skrá ykkur .... Svalur.
  • Skýrslan er hinsvegar ekki það eina sem GUNI vinnur að. Þarna er OECD skýrslan um háskólamenntun unnin, og þegar minni vinnu með Delphi könnunina líkur (í júní), bíður t.d. áhugavert verkefni um menntun í latnesku ameríku.
  • GUNI er staðsett í litlum almenningsgarði, sem er indælt. Þar er lítið vatn með öndum, sem er indælt þar til þær næla sér í fuglaveikina. Þar eru einnig feitustu villikettir sem ég hef  séð, sem eru krúsulegir thar sem their liggja í gluggasyllunum og sleikja sólina, en ekki eins þegar þeir villast inn á skrifstofu og þú þarft ein/n að reka þá út.
  • Frá því í september hef ég búið í Gracia, sem er án nokkurs vafa eitt af mínum uppáhaldshverfum í Barcelona. Nú í maí mun ég hinsvegar flytja niður í Borne hverfið ... sem er nú alls ekki slæmt heldur, ég færi mig nær sjónum og túristunum ;). Hinn ótvíræði kostur við að flytja að ég verð drottning í ríki mínu, þó íbúðin sem ég flyt í sé lítil og mjög í anda Dalí (ekki eitt horn 90°), þá er það sjaldgæfur lúxus hér í borg að geta búið einn.
  • Hin allra merkilegasta og undursamlegasta  breyting á mínu nánasta umhverfi er hinsvegar án nokkursvafa koma hans litla (en örtstækkandi) Skarphéðins Árna Þorbergs Atla og Svanhildar sonar í heiminn! Þar með varð ég afskaplega stolt frænka og heiðraður skírnarvottur :).

    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

     

    Harpa Elín
    Harpa Elín
    harpaelin@gmail.com
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (22.1.): 0
    • Sl. sólarhring: 2
    • Sl. viku: 12
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 6
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband