tropical fever

Fyrsti danstíminn gat auðvitað ekki verið neitt annað en upplifun! Ég náði að vingast við afar indæla stelpu sem á 5 mín. náði að deila með mér ævisögunni. Það var upplýsandi. Hún var einnig að koma í fyrsta sinn, nema í þolfimi. Áður en leiðir skildu tilkynnti hún mér að danskennarinn fyrir 18:00 tímann væri þessi líka svaka hönk, kaffibrúnn eyjaskeggi með meiru. Hún hafði ekki rangt fyrir sér, amk með útlitið, ég veit ekkert hvaðan hann er. Danstíminn per se virkaði nú frekar eins og einhverskonar leikfimitími með trópikal-undirleik, og MASSA mikið af MJAÐMAhreyfingum. Við vorum ca. 8 í tímanum, ég svona 568 litatónum ljósari en rest. Þetta var bara ansi skemmtilegt, og mér fannst ég komast svona nokkuð skammlaust frá þessu, svona miðað við efni og aðstæður ... sit ekki við símann og bíð eftir að það verði hringt í mig til að taka þátt í næstu sýningu dansflokksins, en sem sagt nokkuð skammlaust (tek fram að það var ekki spegill í herberginu, svo ég hef nákvæmlega ekkert til að byggja þessa staðhæfingu á). 

Ég auðvitað lagði mig alla fram við að apa upp eftir kennaranum réttar hreyfingar og ritma = aldrei hef ég stúderað eins mikið og horft jafnt stíft á afturenda nokkurs karlmanns! Gaman að því. Tíminn var sem sagt fínn, í styttri kantinum þó, reyndi á, en ekki of mikið. Kennarinn spurði þó ansi oft hvort við værum þreytt, og horfði skuggalega mikið á mig (“,). Ég auðvitað svaraði eins og sönnum dansara sæmir: “Þreytt? Eftir hvað?” Það var ekki fyrr en ég kom heim að ég skyldi af hverju gæinn var að hafa áhyggjur. Ég var SKÆR-HYPER”GLOW-IN-DARK”ÚLTRARAUÐ í framan! Hann hefur greyið auðvitað bara séð fram á að “chele”ið hvíta (á líkama mínus andlit) myndi fá hjartaáfall í fyrsta tímanum. Bruninn frá því um helgina blandaður með hinum klassíska áreynslu “roða” mínum leiddi af sér lit sem ég hef bara hreinlega aldrei séð á mennsku andliti.  

En nú er bara að finna kókoshnetur í réttri stærð og blóm í hárið!  

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha! Kannast við litinn, á við sama ,,áreynsluvandamál" að stríða. Hrikalega fyndin færsla! :) Bkv. Hrefna.

hrefna (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 16:23

2 identicon

Þú ert haldin sjálfspyntingarhvöt á mjög háu stigi góða mín. Ekki aðeins leitaðirðu uppi hitabeltisland til að heimsækja (fullt af kakkalökkum hef ég frétt) heldur ferðu í DANS/LEIKFIMITÍMA í hitanum líka??? Wots up??
Reyndar kaupi ég alveg að tall, dark and handsome dansari bæti gallana upp :D

Sólborg (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 00:36

3 Smámynd: Harpa Elín

jessörrí ;-)

Harpa Elín, 6.9.2006 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Harpa Elín
Harpa Elín
harpaelin@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband