af mér

Ok, þar sem ég hef lítið (höhöm, ekkert) skrifað síðan ég kom hingað út og mikið verið í gangi skelli ég hér fram nokkuð handahófskennt nokkrum punktum. Sem sagt, frá því ég skrifaði síðast hef ég m.a.:  

  • Gist á flugvallarhóteli Hilton í NúJork og roðnað við að hlusta á ofurdrukkna dömu spyrja barþjón hótelsins 20 x hvort hann væri hryðjuverkamaður, svo tók hún mynd af kauða og tilkynnti hátt og skýrt að þeir væru allir eins.
  • Komist að því að seint sé hægt að lýsa Managua borg sem sértaklega skipulagðri eða fallegri, en þó farið að finnast mjög vænt um þessa kaotísku borg. Þá hef ég með tímanum farið að læra inn á hinar skondnu leiðir til að rata hér í borg. Gotuheiti og númer eru náttúrulega bara glötuð leið til að finna heimilisföng. Mun betra er að segja: Já, humm, þú ferð svona 400 metra í suður frá því sem landbúnaðarráðuneytið var einusinni, heldur áfram þar til þú kemur að km. 8 ½ á Masaya veginum, þá ferðu fimm blokkir í vestur,og þetta er húsið sem er við hliðina á gulu lyfsölunni. Ekki málið!
  • Gert mig heimakomna í þessari líka indælu íbúð í Managua borg, átt í hrottalegu kakkalakkastríði og stundað fjöldamorð á þeim sem minna mega sín, maurunum.
  • Hugsað mikið til ykkar allra.
  • Krúsað um Managua með hinum alræmdu Fred Flintstone leigubílum borgarinnar, og velt fyrir mér hinum ýmsu hlutum með leigubílstjórunum. Ég er komin með númer ca. 12 leigubílsstjóra sem vilja endilega að ég hringi í þá ef mig skyldi vanta far (eða ræææ (= ride), eins og þeir segja hér í Nicaragua). Ég hef enn ekki hringt í 1.
  • Ég hef endurnýjað svo um munar kynni mín við rauðar linsubaunir, maískökur, hrísgrjón og steikta græna banana.-         Aha, datt niður á RockStar Supernova sem er víst sýnt hér á sjónvarpsstöðinni People&Arts ... og síðan þá gengur mér mun betur að skilja helstu fréttir á mbl.is
  • Bakað bananabrauð 2x + fengið uppskrift af kókosbrauði hjá einni á níræðisaldri
  •  Vinnan er mjög áhugaverð og ég hef td. skroppið í vinnuferð til Karabískustrandarinnar með danska sendiráðinu (afar spennandi og áhugavert), setið matsfundi menntamálaráðherra og þróunarsamvinnunnar, fylgst spennt með hinni afar litríku kosningarbaráttu, unnið að nokkrum áhugaverðum skýrslum, lesið af mikilli ákefð blöðin hér í landi etc. Ég hlusta alltaf á íslensku hádegisfréttirnar. Ég er með alveg hreint prýðilega skrifstofu, sem passar vel við hið alveg hreint prýðilega sendiráð og samstarfsfólk.
  •  Ég fór á byltingarafmæli Sandinista í afar góðum félagsskap Hólmfríðar Garðarsdóttur og ofurbyltingarhetjunnar Gladysar Báer. Þar sátum við á VIP svæðinu og nutum dansatriða og ræðuhalda (þó ögn meira dansatriðanna). Það var svart/rauð upplifun. Þá dansaði ég með Santo Domingo í fylgd Sharon ritara sendiráðsins á hátíðardegi Managua og kynnti mér allrækilega þjóðdansamenningu landsins (fór 2x í þjóðarleikhúsið á 2 vikum).
  • Orðið nær geðveik við að komast ekki inn á Flickr myndasíðureikninginn minn, og hlaða því í staðin eitthvað af myndum hingað inn á síðuna (freeeekar seinlegt)
  • Hugsað töluvert um að setja nýjar myndir á netið, en ekki komið mér í það, ástæða: sjá fyrri punkt.
  • Ég skutlaðist upp á Mombacho eldfjallið, 4 klst. ganga um skógivaxna keiluna. Einstaklega fallegt. Það tók mig viku að losna við harðsperrurnar. Þá fór ég á Kókosströndina núna um helgina, ekki kjaftur á ströndinni. Bara ég og sólarlagið, já og ferðafélagarnir Charito nágranni og vinnufélagi hennar, nokkrir pelíkanar og krabbar. Stöndin er í um 3 klst. fjarlægð frá Managua, rétt við landamæri Costa Rica. Kyrrahafið tók á móti okkur með þvílíkt flottum öldugangi og alveg réttu hitastigi. Komum við í Sant Juan del Sur á heimleiðinni, rækur og steiktur grænn banani með osti og sólin sleikt aðeins frekar. Það þarf engann að undra að í ég eyddi gærnóttinni á eftirfarandi máta: 1/3 svefn, 2/3 vaka og áburður Aloe Vera gels. (“,)
  •   Í dag fer ég í fyrsta danstímann (“,), held að það séu ágætis lokaorð.  
Kossar og knús og bestu kveðjur að sunnan h.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Harpa Elín
Harpa Elín
harpaelin@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband