Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Til hamingju

Þessi ofurkrúttstrákur átti afmæli í gær, og þrátt fyrir lasarus var víst haldin vegleg veisla í CPH honum til heiðurs, enda stórafmæli hér á ferð. Ég mun aldrei gleyma 28.11.2005, á bókasafni Ateneu í BCN, á langa borðinu lengst frá glugganum, að hamast í mastersritgerðinni (2 dagar í skil), nett nervös, mamma í heimsókn og pabbi alveg að standa sig í sms sendingum frá Íslandi með fréttir. Ég man líka að í einhverju tileinkunnarkasti var ég þess fullviss að dagsetningin væri mér til heiðurs Whistling

 En sem sagt, til hamingju með daginn þinn Skarphéðinn! Húrra fyrir þér!

 

Skarphéðinn Árni ofur flottur

Jón flottur, að vanda

Það er ekki að spyrja að honum Jóni Sigurði Eyjólfssyni! Mættur með Strengjað vegabréf í spænskt útvarp! Við Jón vorum á sama tíma í mannfræðináminu, og fórum á sama tíma sem Erasmus nemar til Barcelona. Það var ekki slæmt að hafa Jón sem félaga þarna úti! Mér er sérstaklega minnisstæðir langir hádegisverðir í mötuneyti heimspekideildar UAB, þar sem gítarinn var tekinn upp og samin lög við ljóð Leon, félaga okkar frá einmitt Nicaragua sem setti saman alveg hreint svakalega texta. Jón hafði einnig grafið upp einhvern kennara sem hafði sérstakan áhuga á íslensku og var með hann í léttri kennslu. Þá voru þau ekki slæm matarboðin þar sem galdraðir voru fram grískir réttir og rætt var um Bíldudal og Bubba (þemu sem bæði virðast einnig rata inn í útvarpsþáttinn Cool).

Það var óvænt ánægja að rekast á þessa frétt í Fréttablaðinu, sérstaklega gaman að lesa að Jón sé kominn út til Ölmu sinnar og Strengjað vegabréf Jóns er án nokkurs vafa þáttur sem mér finnst afar leitt að missa af!

Jón


Heim fyrir jólin

I'll be home for Christmas,Kongurinn kemur heim um jólin
You can count on me.
Please have snow and mistletoe
And presents under the tree.

 

Já, þetta með mistilteininn er nú svo sem ekki nauðsynlegt. En ég er sem sagt komin með flugmiðana í hendurnar og fátt sem mun geta staðið í vegi fyrir því að ég komi heim um jólin. Ég lendi ofurhress, væntanlega, í morgunsárið þann 16. desember & yfirgef svo landið einhverjum 23 dögum seinna. Jólin eru yndislegur tími, sérstaklega vegna gæðasamveru vina og fjölskyldu. Ég hlakka til að hitta ykkur öll!

Ég hef alltaf verið fylgjandi því að hleypa jólunum samt  inn í samfélagið eða rútínu hjá mér ekki mikið fyrr en svona upp úr desember, og þá að taka undirbúninginn og stemninguna með trompi. Það verður þó að viðurkennast að í ár eyði ég óeðlilega miklum tíma í að hugsa um þessa heimferð og jólin. En er það ekki alveg löglegt bara? Halo

Annars aðstoðar það töluvert að það er allt á fullu í vinnunni & rauða plastdótið sem búið er að hengja hér út um allt & 30 stiga hitinn ýtir ekkert sérstaklega undir jólaskapið. Svo ég næ eitthvað að hemja jólagleðina held ég, en þegar við siglum inn í desember mun ekkert stoppa mig!

fúm fúm fúm


 

Harpa Elín
Harpa Elín
harpaelin@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband